Trjáklippingar og önnur vorverk

Erum þessar vikurnar að klippa og snyrta trjágróður.  Talsvert hefur verið um brot bæði á stærri trjágreinum og svo hafa runnar sumstaðar látið á sjá vegna snjóþyngsla. En ef þetta er rétt klippt fyrir sumarið þá er gróðurinn fljótur að ná sér á strik á nýjan leik.  Vonandi fáum við síðan gott sumar svo við getum notið þess að horfa á gróðurinn vaxa og dafna í allt sumar :)