Þökulagnir

Þarf að þökuleggja ?

Draumagarðar bjóða uppá lagningu á öllum gerðum á þökum.  Mest er þó lagt af svokölluðum túnþökum en þær geta verið mismunandi að gerð.  En helsti munurinn er hlutfall grastegunda en það getur verið nokkuð breytilegt.  Fyrir þá garðeigendur sem vilja að garðar sínir líkist sem næst guðs grænni náttúrunni þá hafa úthagaþökur og lyngþökur verið vinsælar.  Ekki er alveg sama hvernig er gengið frá þessum þökum en garðyrkjufræðingar okkar meta það hverju sinni hvernig uppbygging á jarðveginum skal vera.

En getur flötin hjá mér orðið líkt og golfvöllur eða knattspyrnuvöllur ?

Já, það er alveg hægt en þá skiptir miklu máli að gera þetta rétt frá byrjun.  En að sjálfsögðu er það aðeins meiri vinna bæði við lagningu og umhirðu sem við getum séð um frá A-Ö.

Þannig að það skiptir ekki máli hvort þú ert að leita eftir að fá einfalda flöt til leikja og yndisauka eða hágæða flöt í minigolfið þá ert þú á réttum stað.  Þú ert í góðum höndum hjá skrúðgarðyrkjumeistara, garðyrkjufræðingum og skrúðgarðyrkjufræðingum okkar.

Þökulagnir