Er mosinn að kæfa grasflötina?

Hvað er til ráða í baráttunni við mosa í grasflöt? Margir eru hrifnir af mosa og geta þar með hætt að lesa hér með og hallað sér frekar á mjúkan mosann sinn í garðinum. Við hin sem viljum frekar leggjast á fallega grasflöt höldum aðeins áfram
Lesa meira

Garðeigendur fá 100% endurgreiddan VSK af viðhaldsvinnu við heimilisgarða

Meðal þeirra ráðstafana sem gripið verður til í því skyni að bregðast við efnahagsástandinu af völdum kórónuveirunnar eru þær að Alþingi samþykkti nýlega lög sem kveða á um tímabundna hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts, úr 60% í 100%
Lesa meira

Hvernig lengi ég líftíma hellulagnar ?

Eitt af því sem fylgir því að eiga fasteign er að ganga frá aðkomusvæðum sem í mörgum tilfellum eru leyst með hellulögðum stígum og innkeyrslum. Það fylgir góð tilfinning því að ganga um nýlagða hellulögn sem er slétt og þægileg að ganga eftir. Hvort sem þú ert ungur eða gamall auðvelda hellulagðir stígar umgengni til og frá fasteign og við allar daglegar athafnir.
Lesa meira

Nú er vorið á næsta leiti

Nú spáir veðurstofan rauðum tölum næstu daga og því vorið á næsta leiti. Ætlar þú að klippa og forma tré, hreinsa beðin, kantskera beðin, bæta við mold í beð, laga grasflötina? Þá er fullkominn tími til að byrja að huga að garðinum. Garðyrkjuvertíðin er að nálgast og við erum í fullum gangi að undirbúa komandi sumar. Hvort sem þú ert byrjandi í garðrækt eða ert með græna fingur, þá veistu að garðyrkja er gefandi leið til að eyða meiri tíma úti eða nýta þér tíma inni í gróðurhúsi ef þú ert svo heppinn að eiga eitt slíkt. Þó garðyrkja sé skemmtileg iðja getur það líka verið mjög krefjandi. En ekki hræðast við að prófa eitthvað nýtt því þannig náum við að þróa okkar garðrækt og uppgvöta nýja strauma. Allir út í garð að undirbúa sumarið því garðvinna er gefandi fyrir líf og sál.
Lesa meira

Bráðum kemur betri tíð

Loksins, loksins erum við að sjá snjóinn smá saman að hörfa. Með hækkandi hitatölum förum við síðan að sjá haustlaukana koma upp og þá verður hægt að gleðjast yfir litardýrð þeirra fram á sumar :)
Lesa meira

Trjáklippingar og önnur vorverk

Erum þessar vikurnar að klippa og snyrta trjágróður. Talsvert hefur verið um brot bæði á stærri trjágreinum og svo hafa runnar sumstaðar látið á sjá vegna snjóþyngsla.
Lesa meira

Hjartafífill Doronicum orientale

Hjartafífill Doronicum orientale er harðgerður fjölæringur sem er gríðarlega fallegur og hentar vel í gróðurbeð þar sem sólar nýtur. Blómstrar í júní og er 30-50 cm á hæð. Fæst á flestum gróðrastöðvum.
Lesa meira

Trjáklippingar komnar á fullt skrið

Erum byrjuð að klippa og snyrta garða fyrir sumarið. Líkt og undandfarin ár erum við byrjuð að forma limgerði, klippa runna og stök tré í hinum ýmsu görðum á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira

Trjáklippingar

Draumagarðar eru þessa dagana á fullri ferð að klippa garða víða um höfuðborgina. Enn erum við að fella tré eða að saga niður tré sem fóru illa í óveðrinu í mars síðastliðinn.
Lesa meira

Alpareynir - Sorbus Mougeotii

lpareynir - Sorbus Mougeotii (Munkareynir) Merking: Sorbus er sennilega dregið af sögninni sorbeo: að sjúga upp, kyngja eða gleypa. Mougeotii þýðir munkur. Heimkynni Alpareynis er í Norður Evrópu og Alpafjöllunum. Hann getur orðið 20 m. hár í heimkynnum sínum, en verður 6 – 8 m. hár á Íslandi. Kjörlendi hans er í djúpum frjóum og meðalrökum jarðvegi.
Lesa meira