Hvernig lengi ég líftíma hellulagnar ?

Hér er verið að sópa fúgusandi fram og til baka yfir hellulögnina.
Hér er verið að sópa fúgusandi fram og til baka yfir hellulögnina.

Hvernig lengi ég líftíma hellulagnar ?

Eitt af því sem fylgir því að eiga fasteign er að ganga frá aðkomusvæðum sem í mörgum tilfellum eru leyst með hellulögðum stígum og innkeyrslum.  Það fylgir góð tilfinning því að ganga um nýlagða hellulögn sem er slétt og þægileg að ganga eftir.  Hvort sem þú ert ungur eða gamall auðvelda hellulagðir stígar umgengni til og frá fasteign og við allar daglegar athafnir.  Hellulagðir fletir eru viðhaldslitlir en geta þó þróast í mikið viðhald og viðgerðir ef ekki er byrjað á góðu aðhaldi strax frá byrjun. Þar er fúgusandurinn einna mikilvægastur.

Hvað getur gerst ef ekki er nægur fúgusandur í hellulögninni ?

Ef það vantar fúgusand í lögnina þá geta t.d. lífrænar leifar byggt upp ákjósanlegan jarðveg fyrir fræ og önnur illgresisfræ til að spíra.  Þetta byrjar mjög saklaust með litlum rótum út í mikinn rótarmassa sem skríða undir hellurnar ásamt öðrum jarðvegi og lyfta henni á endanum í frostlyftingum eða síga niður vegna lífrænna efna.  Hægt er að bregðast við þessu með hjálp okkar skrúðgarðyrkjumeistara en best væri fyrir eigandann að komast hjá því með einfaldri umhirðu á hellulögninni.

Hvaða einföldu ráðum get ég fylgt til að lengja líftímann ?

Best er að sópa reglulega allar hellulagnir og halda þeim hreinum af lífrænum jarðvegi.  Svo er nauðsynleg og góð regla að bæta fúgusandi árlega í fúgurnar sem er einfaldasta ráðið til að lengja líftíma hennar.  Með því getur ekki lífrænn fokjarðvegur, lauf, gras og greinar náð að byggja upp kjöraðstæður fyrir spírandi fræ.  Mæli með að eiga alltaf smá sand í fötu inn í bílskúr til þess að bæta við og sópa í fúgur eftir þörfum.  Þá mun hellulögnin endast þér ævina og gleðja á hverjum degi.

Leiknir Ágústsson Skrúðgarðyrkjumeistari

Fúgusandur sópaður í hellulögn