Er kominn tími á trjáklippingar?

Nú er óhætt að byrja að klippa !
Nú er óhætt að byrja að klippa !

Er kominn tími á trjáklippingar / vetrarklippingar?

 Kalt hitastig og kaldir vindar gera okkur hikandi við að fara út í garðana okkar til að sinna reglulegu viðhaldi eins og trjáklippingum á veturna. Engu að síður, er veturinn auðveldasti tíminn til að klippa tré og runna. Án laufskrúðans sést skýrari lögun og uppbygging trésins. Veiklulegar eða brotnar greinar er auðveldara að koma auga á og fjarlægja. Eins er hæglegra um vik að klippa greinar sem vaxa þvert á heildar vaxtarmynstur trésins.  Síðustu dagar hafa verið kaldir og margir með talsverðum mínustölum sem er gott veganesti til að byrja á trjáklippingum á stökum trjám og runnum.