Garðeigendur fá 100% endurgreiddan VSK af viðhaldsvinnu við heimilisgarða

Nú færð þú 100% endurgreiddan VSK ef viðhaldsvinnu Draumagarða út árið 2020
Nú færð þú 100% endurgreiddan VSK ef viðhaldsvinnu Draumagarða út árið 2020

 

Garðeigendur fá 100% endurgreiddan VSK af viðhaldsvinnu við heimilisgarða

 

Meðal þeirra ráðstafana sem gripið verður til í því skyni að bregðast við efnahagsástandinu af völdum kórónuveirunnar eru þær að Alþingi samþykkti nýlega lög sem kveða á um tímabundna hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts, úr 60% í 100%

Endurgreiðslan er meðal annars af viðhaldsvinnu garðyrkjumanna við íbúðarhúsnæði sem veitt er á tímabilinu 1. mars til og með 31. desember 2020.  Fyrirtæki verða þó að uppfylla ákveðin skilyrði eins og að vera með opið virðisaukaskattsnúmer sem Draumagarðar eru að sjálfsögðu með.

Heimild til endurgreiðslu verður jafnframt víðtækari á þessu tímabili en áður hefur verið og ættu garðeigendur sem huga að einhverri garðaþjónustu þetta árið að skoða málið vel.  . Í hinum nýju lögum felst nánar tiltekið að endurgreiddur verður 100% virðisaukaskattur sem greiddur hefur verið af vinnu manna sem innt er af hendi innan tímabilsins frá og með 1. mars til og með 31. desember 2020. 

Endurgreiðsla vegna þessa tekur jafnt til eigenda sem leigjenda íbúðarhúsnæðis.