Hvaða stórglæsilegi hvítblómstrandi fjölæringur er að blómstra núna?

Hvaða gullfallegi hvítblómstrandi fjölæringur er að blómstra núna ?

Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að nú eru gullfallegir hvítblómstrandi fjölæringar að blómstra í mörgum görðum.  Hvað heitir þessi fallegi skriðuli fjölæringur?

Hann heitir Völskueyra og er að blómstra í mörgum heppnum görðum þessa dagana.  Völskueyra Cerastium tomentosum er glæsilegur fjölæringur sem myndar fallegar breiður ef hann fær að leika lausum hala.  Laufblöðin eru loðin og gráleit en blómin stingandi fallega hvít svo eftir er tekið.  Klárlega ein af okkar uppáhalds í steinahæðir og grjóthleðslur.  Völskueyra er auðfjölgað með bæði sáningu og skiptingu.