Nú er góður tími til að gera góð kaup á haustlaukum

Nú er lag að kaupa haustlauka enda flestar verslanir farnar að bjóða góða afslætti af þeim enda fækkar dögunum til að koma þeim niður.
Haust er fullkominn tími til að setja niður lauka sem byrja að blómstra strax næsta vor. Ekkert gleður meira en blómlaukar sem byrja að gæjast upp úr moldinni snemma á vorin og ylja okkur inn í sumarið.