Silfursóley er fallegur fjölæringur

Silfursóley Ranunculus acanitifolius
Silfursóley Ranunculus acanitifolius

Silfursóley Ranunculus acanitifolius

Silfursóley Ranunculus acanitifolius er afar harðgerður fjölæringur sem er auðveldur í ræktun.  Hann er vinsæll í heimagörðum enda blómstrar hann snemma.  Í lok maí var hann farinn að blómstra þrátt fyrir kulda og mun hann blómstra fram í júlí. Hann er 40-60 cm á hæð og myndar breiða fallega brúska sem eru tignarlegir með blómstrandi hvítum blómum.  Blómin eru hvít með rauðleitum knúppum.

Silfursóley í garði